Mason Greenwood hefur til loka þessa tímabils til að bjarga ferli sínum hjá franska liðinu Marseille.
Englendingurinn var keyptur til Marseille frá Manchester United síðasta sumar eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Getafe á Spáni á síðustu leiktíð.
Greenwood byrjaði vel í Frakklandi og er enn markahæsti leikmaður Marseille með 15 mörk deildinni á leiktíðinni.
Undanfarið hefur sóknarmaðurinn hins vegar fallið neðar í goggunarrröðina hjá Roberto De Zerbi, stjóra Marseille, og er hann kominn á bekkinn. Stjórinn gagnrýndi hann opinberlega á dögunum.
Franskir miðlar segja nú að Greenwood hafi til loka tímabils til að endurheimta traust De Zerbi. Takist það ekki verður hann seldur í sumar.