Ryan Giggs, goðsögn Manchester United, skuldar fyrrum starfsfólki sínu himinháa upphæð eftir að veitingastaður hans varð gjaldþrota.
Fjallað er um málið í enskum miðlum en Giggs er 51 árs gamall í dag og var frábær fótboltamaður á sínum tíma.
Giggs hefur sjálfur tapað um 17 milljónum króna eftir gjaldþrotið en staðurinn skuldar tæplega 100 milljónir króna.
Giggs opnaði staðinn ásamt vinum sínum árið 2014 og eftir góða byrjun þá hefur gengið illa undanfarin ár.
The Sun ræddi við konu sem starfaði á veitingastaðnum en starfsfólk hafði ekki hugmynd um þau vandræði sem voru í gangi á bakvið tjöldin.
,,Þetta gerðist bara upp úr þurru. Við áttum að mæta í vinnuna þennan dag áður en við fengum skilaboðin og vorum steinhissa,“ sagði konan.
Giggs hefur fjárfest í þónokkrum viðskiptum eftir að skórnir fóru á hilluna og þar á meðal knattspyrnufélagi og byggingarfyrirtæki.