Svo gæti farið að Liverpool treysti á Conor Bradley til að leysa af Trent Alexander-Arnold, í stað þess að kaupa nýjan hægri bakvörð í sumar.
Fabrizio Romano segir frá þessu í hlaðvarpi sínu, en Trent er á förum frá Liverpool til Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur hans á Anfield er að renna út og þessi uppaldi leikmaður mun ekki framlengja.
Bradley hefur verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu og segir Romano að hann sé í miklum metum og því ekki víst að félagið kaupi sér nýjan hægri bakvörð, treysti einfaldlega á Bradley.
Bradley hefur spilað 22 leiki fyri Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni, en yfirleitt hefur hann komið inn af bekknum.