Raul Jimenez, landsliðsmaður Mexíkó, stefnir að því að verða markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Jimenez verður 34 ára gamall á þessu ári en hann er leikmaður Fulham í efstu deild Englands.
Framherjinn hefur nú skorað 40 mörk í 110 leikjum fyrir landslið sitt og er í þriðja sæti yfir þá markahæstu í sögunni.
Javier Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United, er á toppnum en hann skoraði 52 mörk fyrir þjóð sína.
,,Þetta er eitthvað sem er mögulegt. Það eru margir leikir framundan,“ sagði Jimenez.
,,Ég get enn gefið landsliðinu mikið og mun reyna mitt besta. Ef ég næ þessu þá verð ég ánægðasti maður heims.“