Jarrad Branthwaite, leikmaður Everton sem er eftirsóttur af stærri liðum, vill fara samkvæmt Sky Sports.
Þessi 22 ára gamli miðvörður er lykilmaður í vörn Everton og þykir afar spennandi. Erkifjendurnir í Liverpool hafa áhuga og einnig Manchester City til að mynda.
Samningur Branthwaite við Everton rennur út eftir rúm tvö ár en er hann opinn fyrir því að fara strax í sumar.
Stór ástæða fyrir því ku vera að leikmaðurinn vill verða hluti af A-landsliði Englands undir stjórn Thomas Tuchel sem fyrst, en sem stendur er hann hluti af U-21 árs landsliðinu.