Spænska stórliðið Sevilla hefur áhuga á Mykhailo Mudryk, leikmanni Chelsea, samkvæmt blaðinu Sport.
Mudryk hefur engan veginn staðist þær væntingar sem til hans voru gerðar er hann gekk í raðir Chelsea frá Shakhtar í janúar 2023 fyrir um 90 milljónir punda.
Þá er leikmaðurinn í banni sem stendur og bíður niðurstöðu í máli sínu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Þrátt fyrir alla óvissuna skoðar Sevilla það að fá hann á láni í sumar.
Félagið er sagt horfa til þess þegar nágrannar þeirra í Real Betis fengu Antony á láni frá Manchester United í janúar. Þrátt fyrir ömurlegt gengi á Old Trafford hefur gengið vel hjá Brasilíumanninum á Spáni.