Marcos Senna var nálægt því að ganga í raðir Manchester United frá Villarreal sumarið 2006.
Frá þessu greinir Senna sjálfur en Sir Alex Ferguson var stjóri United og hafði áhuga á leikmanninum.
,,Ég ræddi sjálfur ekki við Ferguson en umboðsmaðurinn minn og Villarreal gerðu það,“ sagði Senna.
,,Ég var mjög nálægt því að semja við Manhester United. Á þessum tíma var ég mjög efins, konan mín var ófrísk og við áttum von á okkar fyrsta syni.“
,,Þeir vildu fá svar á næstu vikum en við vorum að byggja frábært lið hérna. Félagið keypti Robert Pires, Nihat Kahveci og Guiseppe Rossi.“