Marcus Rashford hefur tekist að lífga upp á feril sinn frá því hann gekk í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United í janúar.
Enski sóknarmaðurinn var algjörlega úti í kuldanum á Old Trafford eftir að Ruben Amorim tók við sem stjóri og tókst að koma sér burt, tímabundið hið minnsta, í byrjun árs.
Villa ætlar sér hins vegar að fá Rashford endanlega til liðs við sig í sumar.
Samkvæmt blaðinu Daily Star er United opið fyrir að selja og búið að skella verðmiða á Rashford. Hljóðar hann upp á 60 milljónir punda.
Rashford er kominn með fjórar stoðsendingar fyrir Villa frá komu sinni. Var hann valinn aftur í enska landsliðið í fyrsta sinn í heilt ár fyrir síðasta landsleikjaglugga.