Trent Alexander-Arnold er búinn að semja við Real Madrid. Sky Sports í Sviss heldur þessu fram.
Bakvörðurinn verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur farið frítt þá. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og útlit fyrir að hann sé að fara þangað.
Samkvæmt þessum fréttum hafa Trent og hans fulltrúar samið við Real Madrid til næstu fimm ára. Samningurinn tekur gildi þann 1. júlí.
Fleiri lykilmenn eru að verða samningslausir hjá Liverpool, sem er langefst í ensku úrvalsdeildinni, þeir Mohamed Salah og Virgil van Dijk.