Það er nokkuð ljóst að Trent Alexander-Arnold er við það að ganga í raðir Real Madrid.
Það komu fréttir frá Sky Sports í Sviss í morgun um að samkomulag væri í höfn á milli enska bakvarðarins og Real og nú taka hinir afar áreiðanlegu Fabrizio Romano og David Ornstein undir að kappinn nálgist spænsku höfuðborgina.
Trent verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og fer því frítt til Real. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Fleiri lykilmenn eru að verða samningslausir hjá Liverpool, sem er langefst í ensku úrvalsdeildinni, þeir Mohamed Salah og Virgil van Dijk.