Það er nokkuð ljóst að Trent Alexander-Arnold er við það að ganga í raðir Real Madrid. Munu laun hans hækka nokkuð í spænsku höfuðborginni.
Afar áreiðanlegir miðlar segja samkomulag nánast í höfn, þar á meðal eru stjörnublaðamennirnir David Ornstein og Fabrizio Romano.
Trent verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og fer því frítt til Real. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Samkvæmt fréttum mun hann þéna um 13 milljónir punda á ári hjá Real, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna.
Það er þó alls ekki allt því Trent mun fá myndarlegar bónusgreiðslur og fyrir að skrifa undir fær hann það sem gæti talist eðlilegt kaupverð, eins og það er orðað í miðlum erlendis.
Fleiri lykilmenn eru að verða samningslausir hjá Liverpool, sem er langefst í ensku úrvalsdeildinni, þeir Mohamed Salah og Virgil van Dijk.