Jan Verthongen, fyrrum leikmaður Tottenham, Ajax og belgíska landsliðsins til fjölda ára, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að tímabili loknu.
Þessi 37 ára gamli miðvörður er í dag á mála hjá Anderlecht í heimalandinu, en hann á yfir 150 A-landsleiki að baki fyrir Belgíu.
„Það hefur orðið mér ljóst undanfarnar vikur að leikirnir í vor verði mínir síðustu. Þetta hefur verið mjög erfið ákvörðun, en hún er rétt. Það er að verða erfiðara og erfiðara líkamlega að vera sá leikmaður sem ég vil vera,“ segir Verthongen meðal annars í yfirlýsingu.