Maður að nafni Jack McIntyre gæti verið í töluverðum vandræðum eftir myndband sem birtist frá Norður-Írlandi.
McIntyre er markvörður Carrick Rangers sem mætti Cliftonville þar í landi í leik sem tapaðist 3-0.
Markvörðurinn virtist hafa hrint ungum boltastrák við hliðarlínuna og er málið nú í höndum lögreglunar.
Írska knattspyrnusambandið hefur staðfest að málið sé í rannsókn og gæti þessi 22 ára gamli leikmaður átt yfir höfði sér langt leikbann.
Þetta atvik má sjá hér.
Jack Mcintyre ladies and gentlemen 🐀 pic.twitter.com/SoPvVtGfm3
— Cliftonville Central (@RedsCentral1879) March 22, 2025