Lucas Perez, fyrrum leikmaður Arsenal, mun ekki spila með nýja liði sínu PSV Eindhoven í Hollandi í einhvern tíma.
Ástæðan er sú að Perez hefur greinst með berkla sem er lífshættulegur sjúkdómur sem berst manna á milli um öndunarfæri.
Perez skrifaði undir hjá PSV í lok febrúar en litlar líkur eru á að hann spili meira á þessu tímabili.
Spánverjinn þarf að fara í fjögurra vikna einangrun til að byrja með og er framhaldið því svo sannarlega óljóst.
Perez hefur aðeins spilað 24 mínútur hjá PSV eftir komuna en hann var áður hjá Deportivo La Coruna.