fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
433Sport

Fleiri góð tíðindi úr Fossvoginum – „Algjörlega frábært“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. mars 2025 08:41

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Jónsson hefur framlengt samning sinn við Víking út 2026 og tekur því slaginn með liðinu næstu tvö tímabil hið minnsta.

Markvörðurinn hefur verið algjör lykilmaður í velgengni Víkings undanfarin ár og ljóst að það er mikilvægt fyrir liðið að reynsluboltinn framlengi.

Annar mikilvægur hlekkur í liði Víkings, Helgi Guðjónsson, framlengdi sinn samning fyrir helgi.

Tilkynning Víkings
Kæru Víkingar. Ingvar Jónsson og Knattspyrnudeild Víkings hafa framlengt samning sinn út árið 2026. Ingvar þarf ekki að kynna fyrir neinum sem hefur horft á fótbolta síðustu 10 árin eða svo. Ingvar er fæddur árið 1989 og  kom til félagsins frá danska liðinu Viborg árið 2020. Ingvar varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur 3 sinnum lyft Mjólkurbikarnum. Hann var einnig lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025.

Í sumar mun Ingvar rjúfa 200 leikja múrinn fyrir Víking og fyrir Ísland hefur Ingvar leikið 8 A landsleiki og samtals 4 leiki fyrir U19 og U21 lið Íslands.

Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið:

„Það að Ingvar framlengi sinn samning við okkur er algjörlega frábært enda teljum við hann vera besta markmanninn í Bestu deildinni. Hann hefur heldur betur stigið upp þegar við höfum þurft á honum að halda og ég er hrikalega ánægður með að hann verði hér næstu 2 tímabil hið minnsta.“

Frábær tíðindi kæru Víkingar! ❤️🖤 Hér að neðan má svo sjá hinar ýmsu myndir af Ingvari í Víkingstreyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skellir heldur háum verðmiða á Rashford

United skellir heldur háum verðmiða á Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stiklu úr Mosfellsbænum þegar styttist í herlegheitin – „Það hefur eitthvað klikkað í uppeldinu“

Sjáðu stiklu úr Mosfellsbænum þegar styttist í herlegheitin – „Það hefur eitthvað klikkað í uppeldinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur – „Því hefur Arnar fengið að kynnast“

Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur – „Því hefur Arnar fengið að kynnast“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölskylda Arnórs hefur sætt hótunum – „Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn“

Fjölskylda Arnórs hefur sætt hótunum – „Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti brugðið til beggja vona í Vesturbænum í sumar – „Veit ekki hvort þeir eru nægilega góðir“

Gæti brugðið til beggja vona í Vesturbænum í sumar – „Veit ekki hvort þeir eru nægilega góðir“
433Sport
Í gær

Mæta Skotum á morgun eftir flottan sigur á dögunum

Mæta Skotum á morgun eftir flottan sigur á dögunum
433Sport
Í gær

Amorim vill selja leikmann sinn til Sádí – Áhugaverð nöfn á blaði til að leysa hann af

Amorim vill selja leikmann sinn til Sádí – Áhugaverð nöfn á blaði til að leysa hann af