Arda Guler virðist hafa engar áhyggjur af því að hann þurfi að yfirgefa spænska stórliðið Real Madrid.
Guler hefur ekki byrjað marga leiki á þessu tímabili en um er að ræða 20 ára gamlan strák sem er mjög efnilegur.
Guler er mjög mikilvægur hlekkur í tyrknenska landsliðinu og hefur komið við sögu í 18 deildarleikjum á tímabilinu.
Hann hefur greint frá því að hann sé búinn að kaupa sér hús í Madríd og ætlar að búa þar næstu árin.
,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri hjá Real Madrid – svo viss að ég var að kaupa mér heimili hérna,“ sagði Guler.