Bayern Munchen hefur víst áhuga á leikmanni sem spilar með lélegasta liði ensku úrvalsdeildarinnar, Southampton.
Southampton hefur lítið getað á þessu tímabili og er á leið í næst efstu deild á nýjan leik fyrir næsta tímabil.
Strákur að nafni Tyler Dibling er á óskalista Bayern en Sky Germany fjallar um málið.
Dibling er á óskalista fjölmargra liða en einnig má nefna Manchester United og Manchester City.
Strákurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili en hann er 19 ára gamall og spilar á miðjunni.