The Sun segir frá þessu, en United hefur losað tvo leikmenn á þessu tímabili í þeim Jadon Sancho og Marcus Rashford. Báðir fóru á láni en ólíklegt að þeir spili aftur fyrir United.
Amorim þekkir Trincao sem fyrr segir vel frá því hann var hjá Sporting. Leikmaðurinn á að baki áhugaverðan feril og til að mynda spilað fyrir bæði Barcelona og svo Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Trincao vakti athygli í vikunni þegar hann skoraði tvö mörk fyrir portúgalska landsliðið í sigri á Dönum.