Sóknarmaðurinn Endrick hefur gefið í skyn að hann gæti þurft að yfirgefa lið Real Madrid í sumar.
Endrick er alls ekki fastamaður hjá Real þessa dagana en hann er mjög efnilegur og er aðeins 18 ára gamall.
Hann vill spila á HM 2026 á næsta ári en það verður aldrei að veruleika ef hann spilar lítið á næsta tímabili.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá er það að ég er hræddur að ná ekki að spila á HM 2026,“ sagði Endrick.
,,Ég er mjög áhyggjufullur.. Því þetta er minn draumur, að spila á HM. Það er erfitt að tala um þetta. Ég vil hjálpa Brasilíu að vinna sitt sjötta HM.“