Arda Guler, leikmaður Tyrklands og Real Madrid, hefur skotið á miðjumanninn Dominik Szoboszlai.
Szoboszlai og Guler hafa mæst tvisvar á stuttum tíma en Tyrkland mætti Ungverjalandi í Þjóðadeildinni.
Tyrkirnir voru í litlum vandræðum með þá ungversku og unnu samanlagðan 6-1 sigur.
Szoboszlai lét í sér heyra á Instagram eftir leik og var það eitthvað sem Guler var lítið hrifinn af – hann skaut þar á mínútur Guler í deildinni með Real á tímabilinu.
,,Þessi gaur er brandari. Er ekki nóg að skora sex mörk til að fá þig til að þegja?“ skrifaði Guler á móti.
Þetta má sjá hér.
🚨 Arda Güler to Szoboszlai: “This guy is a joke. Isn’t 6 goals enough to shut you up?”. pic.twitter.com/iCxFNuzuU2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 24, 2025