Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi var tekin í síðustu viku.
Framkvæmdir við húsið hefjast á næstu vikum og áætlað er að húsið verði tekið í notkun haustið 2026.
Nýja húsið verður byggt á íþróttasvæðinu í Borgarnesi þar sem sundlaug og íþróttahús eru.
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, var viðstaddur viðburðinn og gaf Borgfirðingum fótbolta í tilefni dagsins en knattspyrna verður í aðalhlutverki í nýja íþróttahúsinu.