Edin Dzeko hlaut slæma áverka í sigri Bosníu á Rúmeníu fyrir helgi. Birti hann mynd af þeim á samfélagsmiðla.
Þessi 39 ára gamli framherji er í dag á mála hjá Fenerbahce, en hann er fyrrum leikmaður liða eins og Manchester City, Roma og Inter.
Hann neyddist til að fara af velli í leiknum gegn Rúmeníu eftir að hafa hlotið slæmt höfuðhögg og missir hann af leik liðsins gegn Kýpur í kvöld.
„Allt eða ekkert,“ skrifaði Dzeko um málið á Instagram.