Stuðningsmaður Sunderland vakti heldur betur athygli um helgina er honum var sparkað út af St. James’ Park.
Um er að ræða heimavöll Newcastle en eins og margir vita þá er mikill rígur á milli þessara félaga.
Landsleikjahlé er í gangi karla megin og var um leik í kvennaboltanum að ræða en Newcastle hafði betur.
Þessi ónefndi maður var sendur heim með skottið á milli lappana eftir að hafa ‘skeint sér’ með fána Newcastle.
Orð eru óþörf en myndband af þessu má sjá hér.
Sunderland fan at Newcastle today pic.twitter.com/k4C67O6v15
— Thomas Boyle (@Boyle_Thomas08) March 23, 2025