Fólk má ekki útiloka það að Hary Kane geti unnið Ballon d’Or á þessu ári en hann er leikmaður Bayern Munchen.
Þetta segir Emile Heskey, fyrrum landsiðsmaður Englands, en Kane verður væntanlega tilnefndur ásamt mörgum öðrum.
Kane er ekki talinn líklegur til að vinna þessi verðlaun í dag en ef Bayern tekst að vinna tvennuna þá er aldrei að vita að Englendingurinn fái þessa ágætu viðurkenningu.
,,Ég get séð Harry Kane vinna Ballon d’Or á þessu ári, 100 prósent. Kane er leikmaður sem þú veist að mun skora mörk,“ sagði Heskey.
,,Það er gaman að sjá að hann sé líklegur að vinna titil á þessu ári, allavega í Bundesligunni. Það mun hjálpa honum í þessu kapphlaupi.“
,,Ef hann vinnur bæði Bundesliguna og Meistaradeildina þá er hann svo sannarlega sigurstranglegur.“