Harry Kane er orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina í spænska miðlinum El Nacional.
Kane er á sínu öðru tímabili hjá Bayern Munchen, en hann hefur haldið áfram að raða inn mörkum þar eftir komu sína frá Tottenham.
El Nacional segir Kane vera farinn að horfa heim og að Liverpool væri líklegasta liðið til að landa framherjanum 31 árs gamla.
Kane er samningsbundinn Bayern til 2027 og stefnir í að hann vinni sinn fyrsta titil á ferlinum í vor, en Bæjarar eru með gott forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.