Liverpool hefur ákveðið að selja Federico Chiesa í sumar, eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í heimalandi hans, Ítalíu.
Kantmaðurinn gekk í raðir Liverpool síðasta sumar frá Juventus en hefur fengið afar lítinn spiltíma, alls ellefu leiki og þar af aðeins 25 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.
Líklegast þykir að Chiesa fari aftur heim til Ítalíu í sumar og er Napoli sagt fylgjast náið með gangi mála.
Þá kemur fram að landsliðsþjálfari Ítalíu, Luciano Spaletti, óski þess heitt að Chiesa fari aftur til Ítalíu í sumar og fái stórt hlutverk á ný. Hann sér nefnilega fyrir sér að nota hann á HM á næsta ári.