Neymar, leikmaður Santos, vildi alltaf verða eins og David Beckham á vellinum en sá síðarnefndi var frábær leikmaður á sínum tíma.
Neymar var um tíma ein skærasta stjarna fótboltans en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Barcelona og PSG.
Beckham lagði skóna á hilluna fyrir þónokkru síðan en er í dag eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum.
,,Ég er mikill aðdáandi. Þegar ég var yngri þá fylgdist ég með öllum stóru leikmönnunum,“ sagði Neymar.
,,Ég fylgdist með David því ég hreifst af því hvernig hann sparkaði boltanum og gaf hann frá sér. Hann skoraði stórkostleg mörk og ég hef alltaf verið mikill aðdáandi.“
,,Fótboltinn sem hann spilaði, manneskjan sem hann er, það hefur haft góð áhrif á minn feril.“