Forráðamenn San Diego FC í Bandaríkjunum hafa rætt við Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, um hugsanleg félagaskipti hans vestur um haf.
De Bruyne er orðinn 33 ára gamall og farið að hægjast á honum, en hann var lengi vel algjör lykilmaður hjá City. Belginn verður samningslaus í sumar og semji hann ekki upp á nýtt getur hann farið frítt.
San Diego, sem er yngsta félagið í MLS-deildinni vestan hafs, hefur rætt við miðjumanninn, en yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, Tyler Heaps, staðfestir þetta.
Það er þó ekki vitað á hvaða stigi viðræðurnar standa og hvort mikil alvara hafi verið á bak við þær.