England vann mjög öruggan sigur í undankeppni HM í kvöld er liðið mætti Lettlandi á Wembley.
England byrjar riðil sinn vel með tveimur sigrum en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 1-0 fyrir heimamönnum.
Reece James skoraði stórbrotið aukaspyrnumark áður en þeir Harry Kane og Eberechi Eze bættu við mörkum í 3-0 sigri.
Þetta var annar sigur Englands í keppninni en fyrri leikurinn vannst 2-0 gegn Albaníu.
Smærri lið voru einnig í eldlínunni en Albanía vann Andorra, Bosnía lagði Kýpur, Pólland var sannfærandi gegn Möltu og San Marino tapaði 5-1 gegn Rúmeníu.