Manchester United vill losa sig við markvörðinn Andre Onana í sumar samkvæmt The Sun.
Þar kemur fram að Ruben Amorim, stjóri United, sé orðinn þreyttur á hvað Onana er mistækur og vill fá annan framtíðarmann í búrið.
Talið er að áhugi sé á Onana, sem er á sínu öðru tímabili hjá United, í Sádi-Arabíu. Gæti félagið því selt hann þangað.
Amorim er með nokkra markverði á blaði fyrir sumarið. Þar á meðal eru Senne Lammens hjá Royal Antwerp og Lucas Chevalier hjá Lille.