Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, á von á barni með kærustu sinni Ailen Cova. Um fyrsta barn hans er að ræða.
Erlend götublöð fjalla nú um málið, en þetta þykir áhugavert í ljósi þess að Cova er æskuvinkona Camila Mayan, sem er fyrrverandi kærasta Mac Allister.
Mac Allister og Mayan slitu fimm ára sambandi sínu skömmu eftir að hann vann heimsmeistaramótið með argentíska landsliðinu í desember 2022. Talið er að miðjumaðurinn hafi farið beint í samband með Cova.
Mayan hefur áður sakað Mac Allister um að hafa hafið sambandið með Cova á meðan þau voru enn saman. Voru sambandsslit þeirra alls ekki í góðu og fóru að miklu leyti fram í fjölmiðlum.
Mac Allister vonast án efa til að nú sé allt að baki, en heillaóskum hefur ringt yfir hann og Cova í kjölfar þess að þau greindu frá óléttunni.