Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, viðurkennir það að hann sé enginn góðvinur Zinedine Zidane í dag en þeir voru saman í landsliðinu á sínum tíma.
Zidane er mikið orðaður við franska landsliðsþjálfarastarfið í dag en hann var síðast hjá Real Madrid.
Deschamps tekur að sjálfsögðu eftir þessum sögusögnum í heimalandinu en hann hefur verið við stjórnvölin frá árinu 2012.
Deschamps hefur ákveðið að stíga til hliðar á næsta ári en hann vonast til að stýra liðinu á HM 2026.
,,Ég er ekki einn af hans bestu vinum, við erum báðir að lifa okkar lífi en það sem gerist það mun gerast,“ sagði Deschamps.
,,Við vorum saman í mörg ár og virðum hvorn annan. Sú virðing verður alltaf til staðar.“