Ísland tapaði 3-1 fyrir Kósóvó á Spáni í dag, en leikurinn var eiginlegur heimaleikur Íslands.
Þar með fara Strákarnir okkar niður í C-deild Þjóðadeildarinnar, en fyrri leikurinn tapaðist 2-1 úti í Kósóvó.
Hér að neðan má sjá hvað íslenskir knattspyrnuháhugamenn höfðu að segja um leikinn í dag.
MARTRÖÐ í Murcia. Vægast sagt hörmungar frammistaða frá a til ö og nánast falleinkunn á alla leikmenn Íslands. Ekki einn jákvæður punktur sem hægt er að taka með sér. Kosóvó betri á öllum sviðum fótboltans. Alvöru skellur að þurfa að kyngja þeirri staðreynd.😞
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 23, 2025
Top 5 eitt það ömurlegasta sem maður hefur horft á
— Haukur Heiðar (@haukurh) March 23, 2025
Það er ekki hægt að skafa af því. Þessi landsleikjargluggi er algjör falleinkunn á nýja íslenska teymið.
Leikmönnum engin greiði gerður með upplegginu í þessum 2 leikjum.Þetta er ekki besta deildin. Getur ekki tekið svona áhættur þér er refsað. En Arnar er fljótur að læra.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) March 23, 2025
Þetta er búið að vera alveg óþægilega dapurt allt saman. Uppleggið í báðum leikjunum hjálpar nákvæmlega engum inni á vellinum.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 23, 2025
Flengdir af Kosovo! Þetta var ekki fallegt
— Heiðar Austmann (@haustmann) March 23, 2025
Gott að byrja bara alveg á núllpunkti.
Leysa alveg upp gamla bandið og hætta allri umræðu í kringum það.
Orri er aðal og við byggjum þaðan.
Áfram Ísland.
— Max Koala (@Maggihodd) March 23, 2025
Afsláttardögum Höfðingjans í Vigtinni er lokið.
Það kostar lágmark 50 milljónir að falla í C – Deild Þjóðadeildarinnar.Drop fyrir hádegi á morgun.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 23, 2025
Þessi landsleikjagluggi 👎👎👎
Tveir hræðilega lélegir leikir gegn ekki betri andstæðingi en Kosóvó
Framfarirnar þurfa að vera snöggar og þær þurfa að vera mjög stórar því þetta er ekki boðlegt
Vonandi er þetta bara lágpunkturinn í þjálfaratíð Arnars 🙏 pic.twitter.com/9ipE7YnQER
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) March 23, 2025
Það er bara allt lélegt við þetta:
-spila erlendis
-mjög fáir áhorfendur
-ömurleg vörn
-ekkert að frétta fram á við
-Kósovó að skóla okkur í fótbolta— ParmaCalcio1913 -ISL 🇺🇦 (@ParmaIceland) March 23, 2025
Ég er med miðvörð hérna úr fjórða flokki sem skilur ekki ákvarðanirnar sem eru teknar í vörninni!!!
— Halldór Halldórsson (@doridna) March 23, 2025
Ef Arnar ætlar ekki að verða lélegasti landsliðsþj í sögu Íslands, þá þarf hann að breyta sínum hugmyndum.
náum aldrei árangri með því að spila svona, við höfum ekki gæðin.
Þér er refsað fyrir öll mistök á þessu leveli.
versta sem ég hef séð #sófasérfræðingur#fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) March 23, 2025
Þetta Kosovo lið getur ekkert, sorglegt að vera tapa fyrir þessu liði
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) March 23, 2025
Nokkrir leikmenn að eiga generational lélegan leik. Úff
— Hörður (@horduragustsson) March 23, 2025