Það voru nokkrir heimsfrægir menn sem létu sjá sig á bardagakvöldi UFC í gær en viðburðurinn var haldinn á O2 Arena.
Gunnar Nelson var okkar maður þetta kvöldið en hann þurfti því miður að sætta sig við tap gegn manni að nafni Kevin Holland.
Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í um tvö ár en hann fór alla leið en dómarar tóku þá ákvörðun að Holland hefði verið sterkari aðilinn.
Menn eins og Jose Mourinho, Richarlison og grínistinn Shane Gillis voru mættir á viðburðinn en þeir fyrrnefndu starfa auðvitað í knattspyrnubransanum.
Mourinho mætti til Englands alla leið frá Tyrklandi en Richarlison er staðsettur í London og er leikmaður Tottenham.
Mourinho vakti heldur betur lukku fyrir framan myndavélarnar er hann var spurður út í hvernig aðal bardagi kvöldsins myndi fara á milli Leon Edwards og Sean Brady.
,,Ef ég tjái mig þá er ég í vandræðum,“ sagði Mourinho og rifjaði þar upp gömul ummæli sín sem hann lét falla hjá Chelsea á sínum tíma.