Það er ljóst að Ísland er á leið í C deildina í Þjóðadeildinni en liðið er að tapa 3-1 gegn Kósovó þessa stundina.
Aron Einar Gunnarsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, kom inná sem varamaði í hálfleik er staðan var 2-1 fyrir Kósovó.
Aron fékk gult spjald á 48. mínútu og um 20 mínútum seinna fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Kósovó bætti í kjölfarið við marki og er staðan 3-1 þegar þetta er skrifað en enn á eftir að flauta til leiksloka.
Rauða spjald Arons má sjá hér.