Manchester United ætlar að losa sig við markvörðinn Andre Onana í sumar en frá þessu greina nokkrir enskir miðlar.
Onana er nokkuð umdeildur á Old Trafford en hann gerir oft á tíðum mistök en á það einnig til að verja frábærlega.
Samkvæmt þessum fregnum þá er Onana á leið til Sádi Arabíu og erUnited að horfa til Senne Lammens sem spilar með Royal Antwerp í Belgíu.
Lammens er aðeins 22 ára gamall og er mikið efni en hann myndi kosta í kringum 30 milljónir punda.
Ruben Amorim, stjóri United, er talinn vilja fá inn nýjan markvörð og mun ekki neita boði frá Sádi ef upphæðin er rétt.