Thiago Motta hefur verið rekinn frá Juventus en þetta staðfesti félagið á samskiptamiðlum og heimasíðu sinni í dag.
Motta tók við Juventus síðasta sumar eftir að hafa gert mjög góða hluti með Bologna í Serie A.
Gengi Juventus hefur hins vegar verið fyrir neðan flesta væntingar á þessu tímabili og ákvað stjórn félagsins að breyta til.
Igor Tudor, fyrrum leikmaður liðsins, er tekinn við en hann lék með liðinu í níu ár á sínum leikmannaferli.
Tudor er 46 ára gamall en hann var síðast stjóri Lazio í fyrra en entist stutt í starfi.