The Sun greinir frá því í dag að Frakkinn Rayan Cherki sé til sölu í sumar en hann hefur allan sinn atvinnumannaferil leikið með Lyon.
Cherki hefur verið orðaður við stærstu félög heims undanfarin ár en hann er 21 árs gamall en hefur samt spilað 188 leiki á ferlinum og skorað 30 mörk.
Cherki er talinn vera ofarlega á óskalista Liverpool og gæti tekið við af Mohamed Salah ef sá síðarnefndi ákveður að fara í sumar.
Lyon hefur hingað til ekki viljað losa leikmanninn en samkvæmt nýjustu fregnum er hann til sölu sem eru góðar fréttir fyrir Liverpool.
Cherki hefur spilað með A landsliði Frakklands á Ólympíuleikunum og hefur þá skorað 12 mörk í 22 leikjum fyrir U21 landsliðið.