Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands, var að sjálfsögðu pirraður eftir leik okkar manna við Kósovó í kvöld.
Ísland er á leið í C deildina í Þjóðadeildinni eftir 5-2 samanlagt tap gegn Kósovó sem verður að teljast afskaplega svekkjandi.
,,Ég held að þetta fari frá okkur í báðum teigum vallarins, við byrjum vel en náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Jón Dagur við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
,,Mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa, á báðum endum vallarins vorum við ekki nógu góðir.“
,,Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur, færslur eða eitthvað ég þarf að sjá það aftur.“