Það er óhætt að segja að íslenskir knattspyrnuáhugamenn hoppi ekki hæð sína yfir því sem er í gangi hjá íslenska karlalandsliðinu gegn Kósóvó í Murcia í Spáni.
Ísland komst yfir snemma leiks með marki Orra Steins Óskarssonar en við tók afar döpur frammistaða og leiðir Kósóvó nú 1-2.
Staðan er 4-2 samanlagt og útlit fyrir að Strákarnir okkar fari niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í dag.
Hér að neðan má sjá umræðuna yfir leiknum.
Þetta er bara átakanlega lélegt. Við værum að skíttapa gegn betra liði #fotboltinet
— Öddi (@haraldur_orn) March 23, 2025
Fyrri hálfleikur. 😓 https://t.co/bMXCHzQaQs
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) March 23, 2025
Þessi spilamennska er algjör hörmung 😬
— Haukur Heiðar (@haukurh) March 23, 2025
Þetta er svo lélegt, svo ógeðslega lélegt. Þessi frammistaða er til skammar #fotboltinet
— Egill (@Agila84) March 23, 2025
Ef við værum ekki að spila við svona lélegt lið, þá værum við líklega búin að fá 2-3 mörk á okkur eftir 25 min
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) March 23, 2025
Hugmynd: Hafa varnarmenn í vörninni.
— Árni Torfason (@arnitorfa) March 23, 2025
Jeeeesús hvað þetta er lélegt… #fotboltinet pic.twitter.com/Nh8Ix73p0a
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) March 23, 2025
Þurfum Ara Sigurpáls í landsliðið
— Einar Sigurdsson (@einasig) March 23, 2025
Þetta er liðið hans Orra.
— Max Koala (@Maggihodd) March 23, 2025
Shit hvað Orri er nettur
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) March 23, 2025