Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var farið vel í Bestu deildina sem fer senn að hefjast í þættinum og til að mynda þau áhrif sem koma Gylfa Þórs Sigurðssonar gæti haft á Víkingsliðið, sem hafnaði í öðru sæti í fyrra.
„Getur Gylfi riðið baggamuninn?“ spurði Helgi í þættinum og var Sigurbjörn á því. Telur hann Víking enn fremur sigurstranglegra en Breiðablik í toppbaráttu Bestu deildarinnar.
„Nú er hann búinn að ná undirbúningstímabilinu nokkurn veginn og kemur inn í hóp sem er nýdottinn úr Sambandsdeildinni. Ég held að þetta múv sé rétt og að hann sé á réttum stað þarna,“ sagði Sigurbjörn.