Það eru margir farnir að kannast við konu að nafni Alisha Lehmann en hún er leikmaður Juventus á Ítalíu í dag.
Lehmann er öflug knattspyrnukona en hún er einnig landsliðskona Sviss og er kærasta miðjumannsins Douglas Luiz.
Lehmann er afskaplega vinsæl á samskiptamiðlum en hún þykir vera mjög myndarleg og er með tæplega 17 milljónir fylgjenda á Instagram.
Hún hefur þó lent í alls konar óþægindum eftir að frægðin tók við og greindi frá afskaplega óviðeigandi skilaboðum í hlaðvarpsþætti nú á dögunum.
Það var ónefndur maður sem bauð Lehmann 15 milljónir króna fyrir það að stunda kynlíf með sér.
,,Auðvitað ákvað ég að hundsa þessi skilaboð. Ég var orðlaus, hann er mjög þekktur einstaklingur,“ sagði Lehmann.
,,Ég hafði aldrei hitt þennan mann en við vorum í eitt sinn á sama stað. Ég get ekki nafngreint hann en það eru flestir sem vita hver hann er.“