Gianluigi Donnarumma gæti gert marga bálreiða í heimalandinu, Ítalíu, í sumar með því að taka afskaplega umdeilda ákvörðun.
Corriere della Serra fjallar um málið en þar er talað um að Donnarumma sé opinn fyrir því að semja við Inter Milan.
Donnarumma er ekki vinsæll hjá uppeldisfélagi sínu AC Milan í dag eftir að hafa fært sig yfir til Paris Saint-Germain árið 2021.
Það yrði þó mun verra ef Donnarumma semur við erkifjendurna í Inter sem eru í leit að nýjum aðalmarkverði.
Stór ástæða fyrir því að Donnarumma er opinn fyrir skiptum til Inter er þjálfarinn Gianluca Spinelli sem vann með honum á yngri árum.