Það virðist vera ljóst að Thiago Motta er búinn í starfi sínu hjá Juventus en hann verður rekinn á næstu dögum.
Þetta fullyrða nokkrir miðlar á Ítalíu og þar á meðal blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er ansi virtur.
Igor Tudor, fyrrum leikmaður Juventus, er að taka við keflinu og hefur skrifað undir þar til í sumar með möguleika á eins árs framlengingu.
Tudor sem er fyrrum stjóri Lazio verður líklega tekinn við áður en Juventus spilar við Genoa í næsta leik.
Motta tók aðeins við Juventus síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur heillað fáa.