Andrey Santos er að upplifa ansi óþægilega stöðu í dag en hann er leikmaður Chelsea en spilar með Strasbourg á láni.
Santos hefur spilað vel með Strasbourg í vetur en hann er 20 ára gamall og hefur skorað átta mörk í 24 deildarleikjum sem miðjumaður.
Santos viðurkennir að hann viti sjálfur ekkert hvað gerist í sumar en enginn frá Chelsea hefur haft samband við hann í dágóðan tíma.
,,Auðvitað viltu spila fyrir stærstu félögin í Evrópu, risastórt lið eins og Chelsea,“ sagði Santos.
,,Ég einbeiti mér að því að klára tímabilið með Strasbourg og svo taka ákvörðun eftir það. Ég held að félagið sé ekki búið að ákveða sig.“
,,Það er enginn sem hefur komið og rætt við mig. Þetta er í höndum félagsins og umboðsmannsins.“