Ísland tapaði 3-1 fyrir Kósóvó á Spáni í dag, en leikurinn var eiginlegur heimaleikur Íslands.
Þar með fara Strákarnir okkar niður í C-deild Þjóðadeildarinnar, en fyrri leikurinn tapaðist 2-1 úti í Kósóvó.
Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.
Hákon Rafn Valdimarsson – 5
Ekki við Hákon að sakast í dag.
Valgeir Lunddal Friðriksson (22′) – 3
Fór snemma meiddur af velli. Var að stíga upp úr meiðslum og spurning hvort hann hafi verið tilbúinn í að byrja.
Sverrir Ingi Ingason – 3
Vörn Íslands herfileg í dag.
Stefán Teitur Þórðarson – 3
Byrjaði leikinn vel en það dró verulega af honum og hann leit alls ekki vel út í öðru marki Kósóvó.
Ísak Bergmann Jóhannesson (46′) – 3
Var í vandræðum í stöðu vinstri bakvarðar, sem hann er ekki vanur að spila, í fyrri hálfleik.
Þórir Jóhann Helgason – 5 – Maður leiksins
Gerði sitt heilt yfir nokkuð vel og sýndi fína frammistöðu í lélegu liði.
Arnór Ingvi Traustason (46′) – 3
Fór lítið fyrir honum áður en hann var tekinn af velli í hálfleik.
Willum Þór Willumsson (65′) – 3
Kom ekki mikið úr honum og klikkaði á góðu færi á ögurstundu.
Albert Guðmundsson – 4
Sýndi gæði sín inn á milli og lagði upp mark Íslands. En við erum svo langt frá því að fá það besta úr honum.
Jón Dagur Þorsteinsson – 4
Oftast eitthvað um að vera í kringum Jón Dag. Dró þó af honum eins og öðrum þegar leið á leikinn.
Orri Steinn Óskarsson (65′) – 5
Skorar mark Íslands, líkt og í fyrri leiknum, og gerði vel þar.
Varamenn
Bjarki Steinn Bjarkason (22′) – 3
Leit illa út í marki Kósóvó skömmu eftir að hann kom inn á.
Logi Tómasson (46′) – 4
Ekki mikið við Loga að sakast eftir hans innkomu.
Aron Einar Gunnarsson (46′) – 2
Afar vond innkoma „toppuð“ með rauðu spjaldi.
Andri Lucas Guðjohnsen (65′) – 3
Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Kristian Nökkvi Hlynsson (65′) – 3
Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.