Peter Crouch skoraði magnað skallamark í gær er Liverpool mætti Chelsea í góðgerðarleik á Englandi.
Enginn núverandi leikmaður liðanna tók þátt en goðsagnir mættust þarna og var Eiður Smári Guðjohnsen á bekknum hjá Chelsea.
Eiður fékk að spila hálftíma í 2-0 tapi en Crouch var munurinn á þessum liðum og skoraði bæði mörkin.
Fyrra mark Crouch var afskaplega laglegt og fagnaði hann með vélmenninu fræga – líkt og hann gerði með enska landsliðinu á sínum tíma.
Markið má sjá hér.
The finish and THAT celebration 🤖@AXA | #Ad pic.twitter.com/i7xRP1o6Yz
— Liverpool FC (@LFC) March 22, 2025