Franck Ribery, fyrrum leikmaður Bayern Munchen, var nálægt því að missa fótinn stuttu áður en hann lagði skóna á hilluna.
Ribery greinir sjálfur frá en hann gekkst undir aðgerð undir lok ferilsins en hann hætti að spila árið 2022.
Frakkinn segist hafa verið dauðhræddur á þessum tíma en hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í um tvær vikur.
,,Ég byrjaði að finna meira til í hnénu með tímanum, ég gat ekki æft á milli leikja og þurfti að verja sjálfan mig,“ sagði Ribery.
,,Ég gekkst undir aðgerð í Austurríki og hún heppnaðist vel. Um fimm mánuðum seinna þá fékk ég slæma sýkingu á sama stað.“
,,Þeir þurftu að fjarlægja skrúfuna í hnénu en sýkingin hafði dreift sér. Þetta var svo slæmt að ég var með holur í fætinum.“
,,Ég var á sjúkrahúsinu í 12 daga og var dauðhræddur. Þeir voru nálægt því að skera af mér fótinn.“