Daily Star fullyrðir það í dag að Marcus Rashford eigi enga framtíð fyrir sér hjá Manchester United og mun hann kveðja í sumar.
Rashford er á lánssamningi hjá Aston Villa í dag en hans samband við Ruben Amorim, stjóra liðsins, er ekki gott.
Amorim er ekki tilbúinn að gefa Rashford annað tækifæri á Old Trafford og mun vilja selja hann fyrir um 60 milljónir punda í sumar.
Rashford hefur allan sinn feril verið samningsbundinn United áður en hann var lánaður til Villa í janúar og staðið sig vel.
Amorim var mjög óánægður með viðhorf og hegðun Rashford eftir komu í nóvember og útilokar það að nota leikmanninn næsta vetur.