Declan Rice, leikmaður Arsenal, er kominn með gælunafn í fyrsta sinn á sínum ferli en hann greinir sjálfur frá.
Rice er afskaplega mikilvægur í herbúðum Arsenal en hann er kallaður ‘hesturinn’ af liðsfélögum sínum.
Það var liðsfélagi hans Oleksandr Zinchenko sem fann upp á því nafni vegna hlaupastíls enska landsliðsmannsins.
,,Ég var aldrei með neitt gælunafn áður en ég færði mig til Arsenal. Allir hjá Arsenal kalla mig hest,“ sagði Rice.
,,Á morgnanna þá segja allrir við mig: ‘góðan daginn, hestur.’ Það var Oleksandr Zinchenko sem byrjaði á þessu, hann kallaði mig hestamanninn.“
,,Hann vill meina að ég hlaupi um eins og hestur, fram og til baka. Jorginho tók undir þetta og byrjaði á því sama.“